Heimsókn til Vigdísar
Á sýningunni Heimsókn til Vigdísar er gestum á öllum aldri boðið að ganga inn í söguheim bókarinnar Vigdís. Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring.
Að sýningunni standa: Embla Vigfúsdóttir, Svanhildur Halla Haraldsdóttir, myndlistakonu og Rán Flygenring, rit- og myndhöfund.
Segja má að veröld Vigdísar Finnbogadóttur, sem var fyrst kvenna kjörin forseti í heiminum, lifni við og gestir fá að kíkja í heimsókn og spegla sig í þeim gildum sem hún hefur alla tíð lagt svo mikla áherslu á, jafnt í lífi sem starfi.
Sýningin var máluð í raunstærð á veggi Gerðubergs í stíl bókarinnar og teygir anga sína út fyrir sýningarrýmið alla leið í næsta strætóskýli.
Sýningin stóð frá sept. 2020 - mars 2021 en býr enn í Gerðubergi undir lagi af málningu.