Perluverk - gagnalist
Perlubönd.
Verk unnið í samvinnu við Auði Ösp Guðmundsdóttur, sviðmynda- og búningahönnuð.
Í verkefninu Betri Borg fyrir Börn þurftum við að finna leið til að tala við mikilvægustu aðila verkefninsins, -börnin.
Til að gera það héldum við vinnustofu með börnum í 4-5. bekk í tveimur skólum. Börnin svöruðu spurningum um eigin tilfinningar, líðan í skólanum, skoðanir og staðreyndir um líf þeirra. Þau þræddu síðan perlur á band til að tákna svörin þeirra. Hver perla hefur því djúpstæða merkingu og hægt að lesa ýmislegt úr verkinu þegar öll bönd barnanna eru samankomin.
Perlunar eru úr diskamottum, tréperlum og perlutjöldum og síðan spreyjaðar í þemalitum Reykjavíkurborgar.
Perluböndin hafa verið sýnd á eftirfarandi stöðum:
Borgarbókasafn Árbæjar - apríl 2022
Hönnunarmars, Hörpunni - maí 2022
Þjónustuveri Reykjavíkurborgar - sept 2022. - apr. 2023