Þín eigin bókasafnsráðgáta
Borgarbókasafnið Gerðubergi hefur fengið nýja ásýnd og umbreyst í heim byggðan úr mörgum þúsunda bóka! Í þessum dularfulla bókaheimi býr Gerðubergur gamli, bókasafnari og aðalpersónan í ráðgátunum þremur; Ævintýraráðgátunni, Vísindaráðgátunni og Hrollvekjuráðgátunni.
Týndar ævintýrapersónur, verur úr öðrum víddum og undarlegir húsverðir hafa tekið yfir. Þín eigin bókasafnsráðgáta er ratleikur sem fer um alla króka og kima Gerðubergs.
Sýninguna vann ég í samstarfi við Svanhildi Höllu Haraldsdóttur, myndlistarkonu og sviðsmyndahönnuðinn Auði Ösp Guðmundsdóttur. Ráðgáturnar voru unnar í samstarfi við rithöfundinn Ævar Þór Benediktson.
Aðal efniviðurinn, sjálfar bækurnar, fengum við hjá Góða Hirðinum, Rauða Krossinum, bókasöfnunum og frá fólki í tiltektargír.
Myndir: Leifur Wilberg & Embla Vigfúsdóttir
Sýningin stendur frá sept. 2021 - apríl 2022.